• Snjalltækni í leikskóla - vefsíða

  Snjalltækni í leikskóla – vefsíða

  Föstudaginn 1. desember 2017 opnaði Krógaból vefinn Snjalltækni í leikskólastarfi sem er afrakstur þróunarstarfs í læsi og snjalltækni. Verkefnið hefur verið í þróun frá 2014 og miðar að því að því að efla málrækt í […]

  Lesa meira
 • Læsisstefnan - Læsi er lykillinn

  Læsisstefnan – Læsi er lykillinn

  Á degi læsis þann 8. september var kynnt ný læsisstefna Akureyrarbæjar, Læsi er lykillinn. Krógaból tók þátt í að móta stefnuna og vinnum við eftir henni í leikskólanum. Heimasíða læsisstefnunnar er opin öllum en á […]

  Lesa meira
 • Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og hafa að leiðarljósi næringarstefnu sem unnin er af […]

  Lesa meira
 • Skóladagatal

  Skóladagatal

  Nú er skóladagatalið komið á vefinn. Skoladagatal-2018-2019 

  Lesa meira
 • Málrækt og snjalltækni

  Málrækt og snjalltækni

  Krógaból hefur frá haustinu 2014 verið í þróunarverkefni um læsi í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með þróunarverkefninu er að vinna með málþroska og læsi í gegnum leik og sköpun á […]

  Lesa meira

Heilsuleikskólinn Krógaból

Krógaból er heilsuleikskóli sem leggur áherslu á lífsleikni, málrækt og sköpun í daglegu starfi. Við vinnum eftir námskrá Krógabóls sem byggir á Aðalnámskrá leikskóla.

Í námskrá Krógabóls er unnið út frá ákveðnum hornsteinum þ.e. heilsu, lífsleikni, málrækt og sköpun. Inn í þessa fjóra þætti fléttast námssvið Aðalnámskrár leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.

Stefna Krógabóls er að börnin tileinki sér lífsleikni í gegnum allt nám leikskólans. Lífsleikni byggist á alhliða þroska, færni til samskipta og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Lögð er áhersla á að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og lífsgleði í leik og starfi.

Námsleiðir í leikskóla eru fjölbreyttar en leikurinn er aðalnámsleiðin og sú sem lögð er mest áhersla á. Í gegnum leikinn öðlast börn reynslu, auka við þekkingu sína, læra að eiga samskipti hvert við annað og ráða fram úr ágreiningsefnum. Samhliða leiknum gefast mörg tækifæri til náms í gegnum daglegt starf.

 

Áhugavert efni

 • Lestur gerir alla snjalla...

  Lestur gerir alla snjalla…

  Á þessu plakat frá Menntamálastofnun má finna góð ráð sem ýta undir málþroska og læsi hjá börnum á leikskólaaldri. Mælum með því að allir foreldrar kíki á þetta. Góð ráð varðandi læsi í leikskóla Góð […]

   
 • Sumarlokun leikskólanna á Akureyri 2018-2020

  Sumarlokun leikskólanna á Akureyri 2018-2020

  Sumarlokun leikskólanna á Akureyri 2018-2020. Sumarlokun 2018 25. júní – 20. júlí. Naustatjörn – Hulduheimar 2. júlí – 27. júlí. Iðavöllur – Pálmholt – Hólmasól – Tröllaborgir 9. júlí – 3. ágúst. Lundarsel – Krógaból […]

   
 • Snjalltækni í leikskóla - vefsíða

  Snjalltækni í leikskóla – vefsíða

  Föstudaginn 1. desember 2017 opnaði Krógaból vefinn Snjalltækni í leikskólastarfi sem er afrakstur þróunarstarfs í læsi og snjalltækni. Verkefnið hefur verið í þróun frá 2014 og miðar að því að því að efla málrækt í […]

   
 • Læsisstefnan - Læsi er lykillinn

  Læsisstefnan – Læsi er lykillinn

  Á degi læsis þann 8. september var kynnt ný læsisstefna Akureyrarbæjar, Læsi er lykillinn. Krógaból tók þátt í að móta stefnuna og vinnum við eftir henni í leikskólanum. Heimasíða læsisstefnunnar er opin öllum en á […]

   
 • Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og hafa að leiðarljósi næringarstefnu sem unnin er af […]

   
 • Skóladagatal

  Skóladagatal

  Nú er skóladagatalið komið á vefinn. Skoladagatal-2018-2019 

   
 

Krógaból á Facebook

Við minnum á að nú fara allar fréttir inn á Facebook. Allar myndir af börnum og fréttir frá deildum fara inn í lokaða hópa þar sem aðeins eru kennarar og foreldrar á hverri deild fyrir sig. Það er von okkar að upplýsingar skili sér betur með þessu móti til foreldra. Til að gerast vinur Krógabóls þarf að leita að Heilsuleikskólinn Krógaból á Facebook og senda vinabeiðni. Einungis foreldrar og kennarar fá aðgang að þessari síðu.

Fyrir aðra sem hafa áhuga á að fylgjast með starfinu bendum við á opna heimasíðu Krógabóls á Facebook en hana má finna með því að leita að Krógaból.

 

Facebook

KRÓGABÓL Á FACEBOOK

Unable to display Facebook posts.
Show error

Error: Error validating application. Application has been deleted.
Type: OAuthException
Code: 190
Please refer to our Error Message Reference.
 

Gagnlegar upplýsingar

Foreldrar athugið að leikskólinn er lokaður eftirfarandi daga 2018 - 2019 vegna starfs- og skipulagsdaga.

13. srptember 2018
14. september 2018
17. október 2018

2. janúar 2019
15. febrúar 2019
17. maí 2019

 

Heilsustefnan

Heilsustefnan

Markmið heilsustefnunnar er að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Í heilsuleikskóla er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar.

Áhersluþættir heilsuleikskóla geta verið mismunandi eftir leikskólum en næring, hreyfing og listsköpun skal ávallt vera aðalsmerki þeirra.